Samræmdar grunnverklýsingar
Með samræmdum og stafrænum grunnverklýsingum leggjum við grunn að skilvirkara verklagi, betri yfirsýn og lægri framkvæmdakostnaði
Fréttir frá Verkplan
Burður - nýr samstarfsvettvangur í mannvirkjarannsóknum og prófunum styrkir farveg samræmdra verklýsinga
10. nóvember 2025
HMS tilkynnti í dag um stofnun nýs samstarfsvettvangs um mannvirkjarannsóknir og prófanir sem hefur fengið nafnið Burður www.hms.is/burður. Hlutverk Burðar er að efla og samræma rannsóknir og prófanir í húsnæðis- og mannvirkjagerð á Íslandi þannig að þekking, aðgengi og gæðakröfur verði markvissari í allri framkvæmd mannvirkjagerðar.
Samhliða stofnun Burðar kynnti HMS einnig útgáfu ritsins „Rannsóknaþörf í húsnæðis- og mannvirkjarannsóknum á Íslandi“ og gerði upp aðgerðir í Vegvísi að mótun rannsóknarumhverfis mannvirkjagerðar. Með þessu er verið að festa í sessi sameiginlegan ramma fyrir rannsóknir, prófanir og útgáfu tæknilegs efnis fyrir greinina.
Verkplan hefur undanfarna mánuði unnið að fyrsta stigi verkefnis um samræmdar verklýsingar á Íslandi, í samstarfi við hagaðila eins og Vegagerðina og með fjármögnun úr Aski mannvirkjasjóði. Þeim áfanga lýkur á næstunni og verða niðurstöður kynntar síðar. Með tilkomu Burðar hefur þessari vinnu nú verið fundinn eðlilegur farvegur til áframhaldandi þróunar og útgáfu samræmdra verklýsinga fyrir íslenskan mannvirkjaiðnað.
Nú mun HMS vinna að því að skipuleggja verkefnið til að tryggja áframhaldandi uppbyggingu og viðhald samræmdra verklýsinga fyrir mannvirkjagerð. Það er í samræmi við aðgerð 2.4 „Farvegur fyrir samræmdar verklýsingar“ í Vegvísi HMS, sem Verkplan tekur þátt í.
Verkplan lítur jákvætt á framhaldið og mun styðja við næstu skref eftir því sem þörf krefur. Með þessari aðgerð HMS sjáum við raunhæfan möguleika á að byggja upp sameiginlegan, aðgengilegan gagnagrunn yfir verklýsingar sem styður við bætt gæði, skilvirkara eftirlit og ekki síst sparnað í mannvirkjagerð á Íslandi.
Frétt HMS Frétt Stjórnarráð ÍslandsVerkplan kynnir hugmynd um samræmdar grunnverklýsingar fyrir lykilaðilum á markaði
14. maí 2025
Verkplan hefur nú kynnt verkefnið „Samræming verklýsinga á Íslandi" fyrir helstu aðilum á íslenskum mannvirkjamarkaði.
Markmið verkefnisins er að innleiða samræmdar grunnverklýsingar á íslenskum grunni, byggðar á aðferðarfræði og fyrirmynd norska staðalsins NS3459.
Meðal þeirra sem hafa fengið kynningu á verkefninu eru Staðlaráð Íslands, Innviðaráðuneytið, HMS, Samtök iðnaðarins, Vegagerðin, FSRE, Veitur, ON og Betri samgöngur.
Ef þú hefur áhuga á að fá kynningu á verkefninu, hafðu þá samband.
Hafðu samband Um okkurVerkplan fékk styrk frá Aski rannsóknarsjóði HMS
22. apríl 2025
Verkplan hlaut 5 milljón króna styrk í verkefnið "Samræming verklýsinga á Íslandi".
Verkefnið er í samræmi við Vegvísir að mótun rannsóknaumhverfis mannvirkjagerðar, aðgerð 2.4. Finna farveg fyrir gerð samræmdara verklýsinga í mannvirkjagerð, sjá nánar á vef www.hms.is
Verkefnið sem fékk styrk frá Ask felur í sér aðallega tvennt. Í fyrsta lagi að útbúa handbók um uppsetningu grunnverklýsinga fyrir Vegagerðina sem væri hægt að nýta fyrir aðra verkkaupa í framtíðinni bæði innviði og húsbyggingar. Uppsetning styðst við NS3459 staðlinn. Í öðru lagi að setja upp grunnverklýsingu Vegagerðarinnar fyrir kafla 1. og 2. samkvæmt NS3459 staðlinum. Þessir tveir kaflar grunnverklýsingar Vegagerðarinnar verða settir í XML form til að sýna notkunarmöguleika og virkni slíks gagnagrunns í veflausn líkt og þeirri sem notuð er í Noregi og öðrum löndum í kringum okkur. Þetta er gert til að sýna fram á vistun og flutning gagna á milli forrita.
Lokaskil til HMS eru í formi lokaskýrslu og handbók um uppsetningu grunnverklýsinga fyrir Vegagerðina.
Frétt HMSUm okkur
Verkplan var stofnað 2024 og hefur sett sér það markmið að samræma grunnverklýsingar á Íslandi. Verklýsingar eru stór partur af samningum verklegra framkvæmda og það er því mikill ávinningur af því að samræma uppsetningu og innihald grunnverklýsinga á Íslandi.
Verkplan sér fyrir sér tvær megin grunnverklýsingar á Íslandi. Ein grunnverklýsing fyrir vegagerð sem Vegagerðin hefur umsjón með og ein grunnverklýsing fyrir húsbyggingar sem Húsnæðis og Mannvirkjastofnun (HMS) hefur umsjón með.
Með vel ritstýrðum grunnverklýsingum sem notaðar eru í útboðum og samningum á Íslandi, er stuðlað að betri gæðum, aukinni sjálfbærni og endingu mannvirkja. Verkferlar við gerð verklýsinga verða skilvirkari og samningar gegnsærri sem mun fækka auka- og viðbótarverkum í framkvæmdum. Mannvirki verða einnig öruggari og umhverfisvænni.
Verkplan hefur einnig sett sér það markmið að grunnverklýsingar verði aðgengilega á XML formati líkt og er í nágrannalöndum okkar. Það opnar marga möguleika í stafrænni þróun í mannvirkjagerð. Verklýsingar eru þá hýstar í gagnagrunni sem eykur skilvirkni við gerð þeirra og upplýsingar verða aðgengilegri. Með þessar breytingu verður hægt að tengja verklýsingar inn í BIM umhverfið og verkstaðir verða á endanum lausir við teikningar.
Hýsing grunnverklýsinga í gagnagrunnum er lykilþáttur í stafrænni vegferð byggingariðnaðarins. Framkvæmdaaðilar geta fylgst mun betur með verkefnum og verkefnasöfnum allt frá hönnun til lok framkvæmda. Auðvelt er að tengjast gagnagrunnum til að fylgjast með t.d. magntölum, kostnaði, breytingum í verkefnum, o.fl.
Markmið Verkplan
Innleiða samræmdar verklýsingar á Íslandi innan tveggja ára
Kynna verkefnið fyrir helstu opinberum verkkaupum og viðeigandi ráðuneytum innan eins árs
Tryggja samvinnu hlutaðila með reglulegri upplýsingagjöf
Lækka framkvæmdakostnað verkefna á Íslandi um 2-5%
Teymið
Hallgrímur Örn Arngrímsson
Forstjóri
Hallgrímur er forstjóri og eigandi Verkplan. Hann útskrifaðist frá HÍ með B.Sc. í jarðfræði og útskrifaðist frá DTU árið 2009 með M.Sc. í byggingaverkfræði. Hann er með alþjóðlega vottun í verkefnastjórnun IPMA stig B og sérfræðingur í mannvirkjahönnun.
Ragnar Steinn Clausen
Framkvæmdastjóri
Ragnar er framkvæmdastjóri og eigandi Verkplan. Hann útskrifaðist frá HÍ með B.Sc. í umhverfis- og byggingarverkfræði og árið 2016 með M.Sc. í byggingaverkfræði. Hann hefur reynslu í burðarvirkjahönnun samgöngumannvirkja, verkefnastjórnun og er sérfræðingur í flugvallarhönnun.
Davíð Thor Guðmundsson
Fjármálastjóri
Davíð er fjármálastjóri og eigandi Verkplan. Hann útskrifaðist frá Aarhus Universitet með B.Sc í byggingartæknifræði 2008 og með M.Sc í byggingarverkfræði árið 2010. Hann hefur reynslu í burðarvirkjahönnun samgöngumannvirkja, verkefnastjórnun og er sérfræðingur í mannvirkjahönnun.
Þórður Rafn Bjarnason
Tæknistjóri
Þórður er tæknistjóri og eigandi Verkplan. Hann útskrifaðist frá HR með B.Sc. í byggingartæknifræði 2006 og frá DTU árið 2010 með M.Sc. í byggingaverkfræði. Hann hefur reynslu í verkefnastjórnun og er sérfræðingur í mannvirkjahönnun.
Þjónusta
Samræmdar verklýsingar - Vertu með frá byrjun
Viltu taka þátt í að móta framtíð byggingariðnaðarins á Íslandi?
Við leitum að verkkaupum sem vilja taka virkan þátt í þróun samræmdra grunnverklýsinga og þannig stuðla að aukinni hagræðingu, meiri gæðum og lægri framkvæmdakostnaði í mannvirkjagerð.
Markmiðið er að gefa út samræmdar grunnverklýsingar á Íslandi á stafrænu skráarsniði og gera þær aðgengilegar öllum sem vinna með verklýsingar.
Með þátttöku geta verkkaupar stillt upp kröfum til sinna ráðgjafa og tryggt að reynsla og þekking þeirra nýtist við gerð samræmdra verkþátta.
Viltu vita meiraHafðu samband
Ertu með spurningu eða þarftu aðstoð? Við erum hér til að hjálpa þér - hafðu samband!